Svo bregðast krosstré

Það hljóp nú aldeilis á snærið hjá þessari fjölskyldu á sumardaginn fyrsta,við fengum draumaferðina hjá vildarbörnum,sem er bara frábært í alla staði og stefnan tekin náttúrlega til Florida,og skoða Universal Studios og allan pakkann,svo ætla ég að panta og við vorum búin að plana að fara í lok sept,þá er allt uppselt fram í lok nóv,búhú hitt hefði hentað svo miklu betur,en Icelandair flýgur jú til fleirri staða svo þá er bara að leggja hausinn í bleyti,það verður bara meiriháttar gaman hjá okkur,það vill til að Haffsi minn er svo jákvæður svo það urðu engin teljandi vonbrigði,heimurinn er svo stór og margt að skoða.

Hausinn var lagður í bleyti og ákváðum að fara í lok nóv til Florida, mikið skelfing hlakkar okkur til það verður gaman að sjá jólskrautið  þar það er alltaf svo mikið.Svo er Haffsi minn að fara í sumarbúðir til Noregs í júlí,á vegum unglingadeildar Neistanns,hann kvíðir svolítið fyrir hann þekkir ekki krakkana mjög mikið hefur hitt nokkra þegar þau fóru í lazertag í vetur en það stendur til bóta það verður hittingur bráðum hjá krökkum og foreldrum,var að fylla út safety form og þurfti náttúrlega að skrifa á ensku hverskonar hjartasjúkdóm hann væri með,heppin ég það er doktor í familiunni sem bjargaði mér þar,ég sem er búin að horfa svo mikið á House og hélt ég vissi allt,en ég bara veit ekki allt silly me.

srifa þetta á meðan ég þykist vera að vinna en það er eitthvað lítið um að vera í kvöld,fáir vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér,endaengin furða eins og fréttirnar eru þessa daganna,allt á niðurleið,ég sem er svo bjartsýn segi bara eitthvað skemmtilegt,get ekki annað ég er svo glöð enda á leiðinni til Florida með fólkið mitt,jibbí 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Hrund Gardarsdóttir

Thad verdur svo skemmtilegt hjá ykkur í Florida.  Og Disney er FRÁBAER á thessum tíma árs, allt út í jólaljósum og mikid skreytt.

Vardandi spurninguna um ofnaemisköstin hjá dóttur minni.  Thad er ekki ennthá komid í ljós hvad thetta er nákvaemlega, en thetta er faeduofnaemi og gerist thegar hún bordar ávexti (frekar leidinlegt thad)  Sem betur fer hefur hún ekki farid í öndunarstopp, en hún faer fyrst útbrot og thá bregdumst vid fljótt vid, og er hún thá sprutud nidur med lyfi sem ad heitir avapina (hérna, veit ekki hvad thad heitir á Íslandi)  En Sídustu 7 vikurnar er hún búin ad vera á lyfi sem ad heitir Evastel og virdist thad vera ad gera sitt gagn.

Enn og aftur, til hamingju med Flórídaferdina

Elín Hrund Gardarsdóttir, 8.5.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Sæl Ásdís gaman að heyr í þér..já við erum nú ansi margar ennþá í Árborg og þú mundir þekkja margar þar :) til hamingum með Florida ferðina ég er einmitt að fyljgast með frásögn eins drengs hér á netinu sem var í leikskólanum hjá okkur, hann fór einmitt með vildarbörnum til Florida og það virðist hafa verið alveg frábær ferð.. Gréta sem var að vinna hjá okkur fór með í þessa ferð hún hefur verið stuðningsfjölskyla hans frá því hann var lítill. þannig að þið hafið mikið að hlakka til.. kv. Sigga Þórðar

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 8.5.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband